59.972 greinar á íslensku.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er milliríkjastofnun sem situr í Haag í Hollandi. Hann hefur sjálfvirka lögsögu sem sóknaraðili gegn einstaklingum sem grunaðir eru um alþjóðaglæpi sem þýðir að dómstólinn er óháður sérstöku samþykki viðkomandi ríkja. Dæmi um mál sem dómstólinn getur látið til sín taka eru þjóðarmorð, glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir. Í nánustu framtíð er hægt að sjá dómstólinn sækja mál er varðar brot á „almennum“ friði í heiminum.
Dómstólnum er ætlað að vera framlenging við núverandi innlend dómskerfi hjá þjóðum heimsins. Dómstólinn getur aðeins beitt lögsögu sinni þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem þegar innlendir dómstólar eru ófúsir eða ófærir um að sækja glæpamenn til saka. Einnig er það skilyrði að annaðhvort þegnríki hins ákærða eða ríkið þar sem ákært brot var framið í sé aðili að Rómarsamþykktinni. Í málum sem tengjast stríðsglæpum er aðildarríkjum heimilt að undanþiggja sig lögsögu dómsins í allt að sjö ár frá aðild ríkisins að samþykktinni. Einnig getur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísað málum til dómstólsins og einnig einstök ríki. Dómstólinn var stofnsettur 1. júlí 2002, sama dagsetning og Rómarsamþykktin gekk í gildi. Rómarsamþykktin er samþykkt sem lögð er til grundvallar dómstólnum. Hún er þjóðréttarsamningur sem ríki gerast aðilar að með undirritun Rómarsamþykktarinnar og verða þar með aðilar að dómstólnum.
Vissir þú...

- … að nígeríski einræðisherrann Sani Abacha er stundum sagður hafa látist úr ofneyslu frygðarauka?
- … að Caral-Supe-menningin er elsta þekkta siðmenningarsamfélag Ameríku og ein af sex vöggum siðmenningar?
- … að trúarhópur Alavíta lítur á Alí ibn Abu Talib, einn eftirmanna Múhameðs spámanns, sem holdgerving Guðs?
- … að sjúkdómurinn ristill kemur upp þegar hlaupabóluveira í líkamanum vaknar af dvala, oft mörgum árum eftir að maður hefur sýkst af hlaupabólunni?
- … að tunglvik (sjá mynd) valda því að rúmur helmingur yfirborðs tunglsins (59%) er sýnilegur frá jörðu?
Fréttir

- 20. mars: Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir af sér sem mennta- og barnamálaráðherra.
- 19. mars: Fjöldamótmæli hefjast í Tyrklandi vegna handtöku Ekrem İmamoğlu (sjá mynd), borgarstjóra Istanbúl.
- 14. mars: Mark Carney tekur við af Justin Trudeau sem forsætisráðherra Kanada.
- 11. mars: Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, er handtekinn og framseldur til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag.
- 2. mars: Guðrún Hafsteinsdóttir er kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát:
30. mars
- 1982 - Geimskutlan Columbia lenti í Nýju Mexíkó eftir 129 ferðir umhverfis jörðina.
- 1985 - Mótefni gegn eyðniveiru fundust í fyrsta sinn í blóði Íslendings.
- 2004 - Félagið Friðarhús var stofnað í Reykjavík.
- 2006 - Mýraeldar komu upp á Hraunhreppi í Mýrasýslu og brunnu í yfir tvo sólarhringa.
- 2017 - Geimflutningafyrirtækið SpaceX endurnýtti í fyrsta sinn eldflaug í geimskoti.
- 2019 – Zuzana Čaputová var kjörin forseti Slóvakíu.
- 2020 – Olíuverðstríð Rússlands og Sádi-Arabíu 2020: Sádi-Arabía lækkaði verð á hráolíu í 23 dollara, sem var það lægsta frá 2002.
Systurverkefni
|