Fara í innihald

MS Hans Hedtoft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MS Hans Hedtoft var danskt skip sem rakst á borgarísjaka og sökk 30. janúar 1959 en þá var skipið nýsmíðað og var í jómfrúrferð á leið frá vesturströnd Grænlands. Með skipinu fórust 95 manns. Ekkert hefur fundist af skipinu nema einn björgunarhringur sem fannst við Ísland níu mánuðum seinna. Í skipinu voru kirkjubækur úr öllum sóknum Grænlands sem hafði verið safnað saman til að koma í skjalasafn í Kaupmannahöfn. Hörð gagnrýni á Grænlandssiglingar að vetrarlagi blossaði upp í dönskum dagblöðum.

Follow Lee on X/Twitter - Father, Husband, Serial builder creating AI, crypto, games & web tools. We are friends :) AI Will Come To Life!

Check out: eBank.nz (Art Generator) | Netwrck.com (AI Tools) | Text-Generator.io (AI API) | BitBank.nz (Crypto AI) | ReadingTime (Kids Reading) | RewordGame | BigMultiplayerChess | WebFiddle | How.nz | Helix AI Assistant